Skráning í Þjóðkirkjuna
Fréttir
Dagskrá helgihalds í Garðasókn, janúar til júní 2023 – „messubæklingur“
17. janúar, 2023FréttirHér er hægt að skoða dagskrá sóknarinnar fram í júní 2023. Smellið á bæklinginn hér að neðan og flettið með því að smella með músinni á örvarnar. Hæt er að stækka bæklinginn með því að smella á opna kassann neðst í hægra horninu. [
Nú er lag fyrir söngelska unglinga!
30. janúar, 2023FréttirNú er lag fyrir unglinga sem elska að syngja og vilja taka þátt í skemmtilegu og lærdómsríku kórastarfi. Unglingakór Vídalínskirkju vill fjölga í hópnum og það kostar ekkert að vera kórfélagi.
Helgihald sunnudaginn 29. janúar
26. janúar, 2023FréttirHelgihaldið hefst á sunnudagaskóla í Urriðaholtsskóla kl. 10:00. Jóna Þórdís og Ingvar stýra stundinni, söngur, sögur og brúðuleikrit. Klukkan 11:00 er sunnudagaskóli og messa í Vídalínskirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Ingibjörg Hrönn og Ingvar sjá um sunnudagaskólann. Messukaffi...
Kórahátíð í Vídalínskirkju
20. janúar, 2023HelgihaldLaugardaginn 11. febrúar 2023 verður haldin kórahátíð í Vídalínskirkju. Kórahátíðin er tónlistarmessa með fjölbreyttri efnisskrá. Fjölmennur samkór frá Grindavík, Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Mosfellsbæ, Keflavík, Njarðvík, Vogum, Garði og Sandgerði syngur. Aðgangur ókeypis og verum öll hjartanlega velkomin! Sjá einnig Facebook-síðu Vídalínskirkju.