Vortónleikar Kórs Vídalínskirkju

Óskasteinar

vortónleikar Kórs Vídalínskirkju 1. maí

Miðvikudaginn 1. maí kl. 17.00 heldur Kór Vídalínskirkju vortónleika sína í Vídalínskirkju í Garðabæ. Heiti tónleikanna vísar til heitis á þekktu ljóði við ungverskt þjóðlag sem sungið verður á tónleikunum en einnig til þess að efnisskráin samanstendur af fallegum íslenskum lögum, eins konar óskasteinum, sem kórinn verður með á efnisskrá sinni í tónleika- og menningarferð til Ungverjalands í byrjun júní. Meðal laga sem flutt verða eru Sofðu unga ástin mín, Forðum tíð einn brjótur brands, Heyr himnasmiður, Smávinir fagrir og fleiri þekktar perlur. Þá verða flutt lög eftir Jón Ásgeirsson, Tryggva M. Baldvinsson, Sigurð Flosason, Gunnar Reynir Sveinsson og eftir einn kórfélaga, Sigrúnu Andrésdóttur.

Stjórnandi kórsins er Jóhann Baldvinsson, en hann fékk heiðursviðurkenningu Menningar-  og safnanefndar Garðabæjar árið 2022.

Aðgangseyrir að tónleikunum, 3.000 kr., rennur í ferðasjóð kórsins og greitt er við innganginn eða inn á reikning kórsins.

Mikil tilhlökkun er meðal kórfélaga fyrir ferðinni til Ungverjalands en nokkrum sinnum hefur þurft að fresta ferðinni vegna utanaðkomandi aðstæðna. Daginn fyrir ferðina, sunnudaginn 9. júní, syngur Kór Vídalínskirkju í Hörpuhorni í Hörpu í Reykjavík kl. 14.00.

Hér er smá sýnishorn.

Aldur: 9-16 ára, 10-12 ára, 13-14 ára, 13-16 ára, 14 ára, 16+ ára, 65+ ára
Vídalínskirkja
Miðvikudagur 1. maí
17:00
Jóhann Baldvinsson
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband