TTT fyrir 10-12 ára Vídalínskirkju

TTT er barnastarf fyrir 10 til 12 ára krakka (5.-7. bekkur) sem unnið er í samstarfi við KFUM og KFUK. Í TTT leggjum áherslu á að eiga góðar og skemmtilegar stundir með börnunum. Þar fræðum við börnin um helstu sögur og gildi kristinnar trúar ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta og uppbyggilega dagskrá þar sem við viljum efla sjálfstraust, samkennd, virðingu og víðsýni í gegnum leiki og list. Í Garðasókn eru tveir TTT - hópar annar á þriðjudögum í safnaðarheimili Vídalínskirkju og hinn á fimmtudögum í Urriðaholtsskóla.

Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Aldur: 10-12 ára
Safnarheimili VÍdalínskirkju
Þriðjudagur 16. júl
17:00
Bríet Kjartansdóttir
Hákon Arnar Jónsson
Jón Baldvin Magnússon
Unnur Rún Sveinsdóttir

Hafa samband