AA fundir

AA-samtökin halda opna AA fundi á föstudagskvöldum í Bræðrafélagsstofunni í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Inngangur er að norðanverðu, gengið upp rampinn og til hægri.

Inngangsorð AA-samtakanna

AA-samtökin eru félagsskapur fólks sem samhæfir reynslu sína, styrk og vonir svo að það megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og sé fært um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisbölinu.

Til þess að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt; Löngun til að hætta að drekka.
Inntöku eða félagsgjöld eru engin, en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða.

AA-samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála.

Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhólista til hins sama.

Lesa má meira um starf AA-samtakanna á https://aa.is

Safnarheimili VÍdalínskirkju
Föstudagur 20. sep
20:00
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband