Á þriðjudögum 10:30-12:00 er opið hús í safnaðarheimili Vídalínskirkju þar sem foreldrum ungra barna er boðið til notalegrar og uppbyggilegrar samveru í umhverfi sem hæfir bæði litla fólkinu og þeim sem eldri eru. Það er alltaf heitt á könnunni og veitingar. Fólk kemur og spjallar um daginn og veginn, ber saman bækur sínar og á saman góðar stundir. Leikaðstaða er til staðar fyrir börnin og góð aðstaða fyrir vagna í portinu. Inn á milli koma til okkar gestir með hagnýta fræðslu.
Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Starfið fellur niður vorönn 2024
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi