Æskulýðsfélag Vídalínskirkju er fyrir unglinga í 8.-10. bekk sem unnið er í samstarfi við KFUM og KFUK. Í æskulýðsfélaginu leggjum við áherslu á að eiga góðar samverustundir með unglingunum. Dagskráin er fjölbreytt og uppbyggjandi og miðuð að áhuga þátttakenda. Í starfinu ræðum við málefni sem skipta ungt fólk máli og setjum í samhengi við kristna trú og gildi. Allt starfið okkar miðast af því að efla sjálfstraust, virðingu og víðsýni í gegnum leiki og list ásamt því að virkja ungmenni í að taka samfélagslega ábyrgð.
Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi