Fermingarfræðsla - stúlkur

Á miðvikudögum eru kynjaskiptir tímar fyrir nemendur í Garðaskóla. Í fermingarfræðslunni reynum við að mæta þörfum ólíkra barna í samstarfi við foreldra og í einhverjum tilvikum hefur verið einkakennsla eða fjarkennsla fyrir unglinga sem af ólíkum ástæðum geta ekki tekið þátt í hópfræðslunni. Foreldrar eða forráðamenn greiða gjald fyrir fermingarfræðslu og ferð í Vatnaskóg sem er að hluta niðurgreitt af kirkjunni.

Í fermingartímum eru sagðar sögur úr Biblíunni og boðskapur þeirra ræddur. Valdar eru sögur með mikilvægum siðferðislegum boðskap og kenndar þannig að fermingarbörn skilji inntak þeirra og þýðingu. Notast er við fjölbreyttar kennsluaðferðir í fermingarfræðslu og miðað við að hver samvera sé uppbyggileg fyrir unglingana. Einnig viljum við þétta hópinn og það gerum við með leikjum og umræðutímum.

Í lok fermingarfræðslunar fara fermingarbörn í munnlegt próf þar sem þau þurfa að kunna bæina Faðir vor, inntak boðorðanna, gullnu regluna og tvöfalda kærleiksboðorðið.

Ár hvert taka fermingarbörn í Garðasókn þátt í söfnun hjálparstarfs kirkjunnar þar sem peningarnir eru nýttir til styrktar vatnsverkefna hjálparstarfs kirkjunnar. Í fræðslunni eru börnin frædd um aðstæður í löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni. Þau heyra um árangur af verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar hvernig hægt er að safna rigningarvatni og grafa brunna sem gjörbreytir lífi fólks til hins betra. Sjúkdómum og dauðsföllum fækkar, stelpur komast frekar í skóla, þegar þær eru ekki uppteknar við að sækja vatn, margar ferðir, margra km leið, og mæður fá meiri tíma til uppeldis og ræktunar. Með því að ganga í hús gefa þau Íslendingum tækifæri til að leggja sitt af mörkum til aðstoðar þeim sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni. Upplýsingar um söfnunarátakið má finna með því að fara á heimasíðu hjálparstarfs kirkjunnar.

Fermingarstarfið er eitt af mikilvægasta starfi kirkjunnar og stór hluti af safnaðarstarfi Vídalínskirkju. Fermingarbörn og foreldrar þeirra kynnast starfi kirkjunnar og eru hvött til að mæta saman í 8-10 guðsþjónustur yfir veturinn. Þannig tengjast fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra kirkjunni sem helst áfram eftir ferminguna.

Hvert fermingarbarn á að mæta í að minnsta kosti 8 messur. Fermingarbörn fá Messubók að hausti til að halda utan um mætingu. Þau eiga að mæta með einhverjum fullorðnum með sér og dásamlegt er þegar fjölskyldan kemur saman. Yfir veturinn eru þrjár messur sérstaklega ætlaðar fermingarbörnum. Síðasta sunnudag í apríl er messa þar sem tekið er á móti fermingarbörnum næsta veturs og fjölskyldum þeirra. Annan sunnudag í september er messa og fundur fyrir foreldra fermingarbarna þar sem farið er yfir mikilvæg atriði varðandi fermingarveturinn. Yfir veturinn er síðan sérstök messa tileinkuð fermingarbörnum, Óskamessa fermingarbarnanna þar sem fengið er tónlistarfólk og ræðumenn sem höfðar vel til fermingarbarnanna.

Í lok fermingarfræðslunar fara fermingarbörn í munnlegt próf þar sem þau þurfa að kunna bæðina Faðir vor, inntak boðorðanna, gullnu regluna og tvöfalda kærleiksboðorðið.

Faðir vor

Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki, verði þin vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið mátturinn og dýrðin að eilífu.
Amen.

Boðorðin

  1. Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra Guði hafa.
  2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns við hégóma.
  3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.
  4. Heiðra skaltu föður þinn og móður þína.
  5. Þú skalt ekki morð fremja.
  6. Þú skalt ekki drýgja hór.
  7. Þú skalt ekki stela.
  8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
  9. Þú skalt ekki girnast eigur náunga þíns.

Gullnareglan

Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra.

Tvöfalda kærleiksboðorðið

Elska skalt þú Drottin, Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náungan eins og sjálfan þig.

Aldur: 13-14 ára
Safnaðarheimili Vídalínskirkju
Miðvikudagur 25. sep
14:30
Benedikt Sigurðsson
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
Sr. Matthildur Bjarnadóttir
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson
Yrja Kristinsdóttir
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband