Garðakórinn

Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, var stofnaður fyrir tilstuðlan Ingridar Hlíðberg og fleiri félaga úr FEBG, Félagi eldri borgara í Garðabæ, árið 2000. Kórinn er sjálfstæður kór en hefur frá stofnun haft æfingaaðstöðu í Vídalínskirkju. Kórinn syngur reglulega við guðsþjónustur í Vídalínskirkju og syngur við margvísleg tækifæri í Garðabæ. Hann fer í heimsóknir á dvalarheimili í Garðabæ og víðar og heldur a.m.k. tvenna tónleika á ári oft með öðrum kórum eldri borgara. Kórferðalög eru einnig fastur liður í starfsemi kórsins.

Kórfélagar eru milli 40-50 (2023) og æfingar fara fram í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli, einu sinni í viku.

Stjórnandi Garðakórsins í upphafi var Kristín Sæunn Pjetursdóttir en núverandi stjórnandi er Jóhann Baldvinsson sem tók við kórnum árið 2005.

Þegar Garðakórinn var stofnaður voru meðal stofnfélaga nokkrir söngvarar úr "gamla" Garðakórnum sem áður söng við Garðakirkju. Þótti því tilvalið að endurvekja gamla nafnið þegar kór fyrir eldri borgara var stofnaður.

Aldur: 65+ ára
Safnarheimili VÍdalínskirkju
Þriðjudagur 16. júl
16:00
Jóhann Baldvinsson

Hafa samband