Örninn

Örninn býður börnum á aldrinum 9-16 ára upp á mánaðarlegar samverur þar sem fram fer sorgarúrvinnsla undir leiðsögn fagfólks ásamt jafningjastuðningi. Á sama tíma er foreldrum og forráðamönnum boðið upp á fræðslu og samtal um ýmis málefni tengd sorgarúrvinnslu og uppeldi barna í sorg. Í Erninum er unnið með sorgina á margvíslegan hátt. Sköpun er mikið nýtt á táknrænan hátt til að vinna með og tjá tilfinningar sem fylgja sorgarferlinu. Á hverju vori fara börnin ásamt sjálfboðaliðum upp í Vatnaskóg eða Vindáshlíð yfir heila helgi þar sem þau vinna í sorginni á fjölbreyttan hátt, styrkja vináttutengsl og njóta þess að skemmta sér saman. Gleðin og vonin verða alltaf að vera með í för. Lesa má meira um starf Arnarins á heimasíðu þeirra arnarvaengir.is

Garðasókn er bakhjarl verkefnisins. Mánaðarlegar samverur og tilfallandi viðburðir eru haldnir í Vídalínskirkju.

Aldur: 9-16 ára
Safnaðarheimili Vídalínskirkju
Föstudagur 6. des
17:00
Sr. Matthildur Bjarnadóttir
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband