Kór Vídalínskirkju

Kór Vídalínskirkju starfar við Garðasókn og sér um messusöng í Vídalíns- og Garðakirkju bæði í almennum sunnudagsmessum, í hátíðarmessum, í fermingum og á Hjúkrunarheimilinu Ísafold. Kórinn kemur einnnig reglulega fram á tónleikum og öðrum stórviðburðum. Félagar í kórnum eru milli 30-40 á ýmsum aldri.

Nafnið fékk kórinn þegar starfsemi hans var alfarið komin í Vídalínskirkju en áður var starfsemin í Garðakirkju og í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Garðasókn var stofnuð, eða endurreist, snemma árs 1966 og var sóknarkirkjan þá Garðakirkja á Álftanesi. Þá var Garðakórinn stofnaður og sá hann um messusöng til haustsins 1989 er Hljómeyki tók við söngnum í nokkra mánuði. Síðan var stofnaður nýr kór, Kór Garðakirkju, sem síðar fékk nafnið Kór Vídalínskirkju eftir að Vídalínskirkja var vígð 1995.

Núverandi stjórnandi og organisti frá árinu 1997 er Jóhann Baldvinsson.

 

Starfið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Aldur: 16+ ára
Vídalínskirkja
Fimmtudagur 20. jún
19:30
Jóhann Baldvinsson

Hafa samband