Kyrrðarstund

Kyrrðar- og íhugunarstund er haldin hvern þriðjudag kl 12:00 í Vídalínskirkju. Kyrrðarstund er í formi stuttrar helgistundar þar sem fólk getur komið og setið í þögninni og íhugað, bæði fyrir stund sem hefst kl 12:10, sem og á meðan stundin fer fram. Leikin er falleg og róandi tónlist í bland við bænir og annað uppbyggilegt efni.

Stundirnar byrja með þögn og íhugun en 10 mínútur yfir 12 hefst tónlistarflutningur. Fyrirkomulagið er á þann veg að það skiptast á tónlistaratriði, ritningarlestrar og fyrirbænir en stundunum lýkur á að sungin er sálmur og flutt blessun.
Hér að neðan er stutt kynningarmyndband fyrir þessar stundir.

Að lokinni kyrrðarstund kl. 12:30 er hægt að kaupa súpu og brauð í safnaðarheimilinu á vægu verði. Í beinu framhaldi er opið hús í Vídalínskirkju þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá.

Það eru allir velkomnir á kyrrðar- og íhugunarstundir í Vídalínskirkju í hádeginu á þriðjudögum.
Vídalínskirkja
Þriðjudagur 28. jan
12:00
Benedikt Sigurðsson
Jóhann Baldvinsson
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson
Play Video
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband