Í eldriborgaramessunni þjónar sr. Friðrik J. Hjartar og Baldvin Jónsson flytur hugvekju. Baldvin er mögum að góðu kunnur. Ævistarfið snérist að mestu um markaðsmál, hann var auglýsingastjóri Morgunblaðsins um árabil en snéri sér síðan að því að kynna íslensk sælkeramatvæli í Bandaríkjunum og dvaldi langdvölum þar í landi.
Garðakórinn syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Fyrir þau yngstu er sunnudagaskólinn á sínum stað í Urriðaholtsskóla kl. 10:00 og í Vídalínskirkju kl. 11:00.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi