Sunnudaginn 5. maí verður að vanda margt að gerast í Garðasókn. Sunnudagaskóli verður í Urriðaholtsskóla kl. 10:00. Söngur, saga, brúðuleikrit og leikir verða börnunum til ánægju og fróðleiks.
Í Vídalínskirkju verður Krílasálmamessa, eins og hún er gjarnan kölluð, kl. 11:00. Messan er á forsendum yngstu barnanna í krílasálmastund. Áslaug Helga Hálfdánardóttir djákni og tónlistarkennari leiðir stundina með sr. Jónu Hrönn Bolladóttur. Jóhann Baldvinsson organisti og félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja með okkur barnasálma sem allir ættu að kunna. Stundin er byggð upp úr krílasálmanámskeiðum sem regluega eru haldin í Vídalínskirku og er á forsendum yngstu barnanna.
Í krílasálmamessunni eru börnin virkjuð í gegnum hreyfingu og skynjun á gefandi hátt þannig að allar kynslóðir njóta. Í lok stundarinnar verður beðið fyrir börnunum og framtíð þeirra upp við altari kirkjunnar. Það er tilvalið að bjóða ömmu og afa með til messu á sunnudaginn.
Messukaffi verður að sjálfsögðu að loknum athöfnunum.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi