Helgihald í Garðasókn febrúar – maí 2021

Hér er hægt að skoða dagskrá sóknarinnar fram á vorið. Smellið á bæklinginn hér að neðan og flettið með því að smella á örvarnar. Hægt er að stækka bæklinginn með því að smella á opna kassann neðst í hægra horninu.

Lessa meira

Sr. Henning

Áhugaverð messa á sunnudaginn!

Sunnudaginn 28. febrúar verður messa kl. 11:00 að venju í Vídalínskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar fyrir altari með þátttöku fermingarbarna. Hljómsveitin Sálmari leiðir tónlistina. Almar Guðmundsson flytur ávarp. Kirkjugestir mega nú að hámarki vera 200 eru beðnir um að huga að sóttvarnarreglum, skrá sig í anddyri, mæta með grímu og...

Lessa meira

Konudagur í Vídalínskirkju 21. febrúar

Árleg konudagsmessa verður í Vídalínskirkju 21. febrúar kl. 11.00. Að þessu sinni flytur Alma Möller landlæknir ávarp. Sjá einnig meðfylgjandi auglýsingu. Vegna samkomutakmarkana verða allir, sem hugsa sér að koma, að skrá sig á hér. Athugið að skrá í alla reiti.

Lessa meira

Messa í Vídalínskirkju 14. febrúar kl. 11:00

Kæru vinir!Nú verður flaggað og kirkjuklukkum hringt og messað í Vídalínskirkju kl. 11:00 14. febrúar.Sr. Henning Emil Magnússon predikar og þjónar fyrir altari.Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson.Við sendum líka út rafræna kveðju um hina klassísku messu.Svo minnum við á sunnudagaskóla í Urriðaholtsskóla kl. 10.00 og...

Lessa meira

Kyrrðar- og íhugurnarstundir í Vídalínskirkju

Kyrrðar- og íhugunarstundir eru í Vídalínskirkju á þriðjudögum kl. 12.00. Stundirnar byrja með þögn og íhugun en 10 mín. yfir 12 hefst tónlistarflutningur. Fyrirkomulagið er á þann veg að það skiptast á tónlistaratriði, ritningarlestrar og fyrirbænir en stundunum lýkur á að sungin er sálmur og flutt blessun. Meðan á samkomutakmörkunum...

Lessa meira

Aftansöngur á aðfangadag

Beint streymi frá Vídalínskirkju kl. 17:30 Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur hugvekju og leiðir stundina. Bjarni Thor Kristinsson syngur einsöng, félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja, stjórnandi Jóhann Baldvinsson. Stundinni lýkur klukkan 18:00 þegar kirkjuklukkurnar hringja jólin inn. Hér er hægt að horfa á streymið sem hefst kl. 17:30 á aðfangadag....

Lessa meira

Helgihald um jól og áramót

Vegna samkomutakmarkanna mun allt helgihald Garðasóknar um jól og áramót verða rafrænt. Á aðfangadag verður streymt beint frá Vídalínskirkju og mun hlekkur birtast hér á síðunni. Einnig verður beint streymi frá Facebook síðu Vídalínskirkju.

Lessa meira

Garðasókn með YouTube rás

Á seinustu vikum og mánuðum hafa verið unnin myndbönd þar eð helgihald hefur að mestu legið niðri. Þessi myndbönd eru nú aðgengileg á YouTube rás Vídalínskirkju, Vídalínskirkja Garðabæ. Þar eru myndbönd fyrir aðventu- og jólastundir, barnastarf, helgistundir, fermingarfræðslu og Kór Vídalinskirkju. Njótið vel!

Lessa meira