Fjölmenni var við messuna kl. 8:00 á páskadagsmorgun. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur og sr. Bjarni Karlsson þjónuðu í messunni. Jóhann Baldvinsson organisti sá um tónlistina og Kór Vídalínskirkju söng fallega sálma.
Í messukaffinu bauð Þórunn kirkjuhaldari nýbökuð rúnstykki og heitt súkkulaði með rjóma. Hátíðarstemmningin var því bæði yfir messunni og messukaffinu. Sr. Jóna Hrönn tók til máls og sagði að ný vefsíða Garðasóknar hefði verið í burðarliðnum um nokkurn tíma og þegar ákveðið var að opna hann á formlegan hátt í dag hefði það strax komið til hennar hvern ætti að fá til að opna vefinn. Sá væri mikill velgjörðarmaður kirkjunnar sem sinnt hefur mörgum verkefnum fyrir sóknina m.a. sem félagi í Bræðrafélaginu. Hún gaf síðan Jóhannesi Harrý Einarssyni orðið. Hann mælti nokkur orð og opnaði að því loknu þennan nýja vef gardasokn.is.
Leópold Sveinsson framkvæmdastjóri Garðasóknar kynnti síðan vefinn lauslega og sagði m.a. að markmiðið með nýjum vef hefði verið að gera aðgengi að dagskrá sóknarinnar aðgengilegri. Á forsíðu vefsins er hnappur sem á stendur „Birta dagatal“ og þegar það er gert kemur upp dagskrá hvers mánaðar og auðvelt að fletta á milli mánaða. Þegar farið er með músarbendilinn yfir hvern dagskrárlið kemur nánari lýsing upp á skjáinn og ef smellt er á dagskrárliðinn opnast ný síða með öllum upplýsingum. Vinstra megin við dagatalið eru tvær síur þar sem annars vegar er hægt að sía út ákveðna dagskrárliði og hins vegar sía eftir staðsetningum dagskrárliða. Hann hvatti síðan gesti til að skoða síðuna nánar er heim er komið.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi