Sunnudagaskólinn

Image may contain: text

Sunnudagaskólinn starfar í Vídalínskirkju alla sunnudaga kl. 11:00 yfir vetrarmánuðina.

Umsjónarmaður sunnudagaskólans er Matthildur Bjarnadóttir en henni til stuðnings eru þau Jóna Þórdís Eggertsdóttir, Davíð Sigurgeirsson, Bolli Már Bjarnason, Jón Örn Arnarson, Berglind Halla Elíasdóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir.

6 til 9 ára starfið

Á þriðjudögum milli 16 og 17 er skemmtilegt starf fyrir krakka á aldrinum 6 til 9 ára.Við leggjum áherslu á að fræða börnin um helstu sögur og gildi kristinnar trúar ásamt því að efla sjálfstraust, tjáningu og framkomu í gegnum leiklist og leik.

Umsjónarmenn starfsins eru Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi og Ísak Henningsson.

Starfið er ókeypis og er í beinu framhaldi af æfingu yngri barnakórsins sem hentar vel þeim krökkum sem hafa áhuga á að taka þátt í hvoru tveggja.

TTT, 10 til 12 ára starfið

Á þriðjudögum milli 17 og 18:30 er starf fyrir krakka á aldrinum 10 til 12 ára í umsjón Matthildar Bjarnadóttur æskulýðsfulltrúa og Jónu Þórdísar Eggertsdóttur. Þar heyrum við helstu sögur kristinnar trúar, æfum okkur í tjáningu, sköpun og framkomu og skemmtum okkur vel saman.

Starfið er ókeypis og er í beinu framhaldi af æfingu eldri barnakórsins sem hentar vel þeim krökkum sem langar til að taka þátt í hvoru tveggja.

No photo description available.