Kóra- og æskulýðsstarf

Í Garðasókn er boðið upp á kóra- og æskulýðsstarf fyrir krakka á grunnskólaaldri. Í starfinu myndum við samfélag með börnunum sem einkennist af náungakærleika, gleði og uppbyggingu. Í því ríkir engin samkeppni eða samanburður heldur viljum við eiga góðar, skemmtilegar og gefandi stundir saman. 

Kóra- og æskulýðsstarfið hefst þriðjudaginn 29. ágúst og fimmtudaginn 31. ágúst 2023

Skráning í fer fram í gegnum skráningarsíðuna okkar. Smelltu hér

Fyrirspurnir má senda á barnastarf@gardasokn.is.

 

Starf fyrir 6-9 ára: 

Yngri barnakór 

Yngri barnakórinn er metnaðarfullt og fjörugt tónlistarstarf á þriðjudögum milli 15 og 16. Í kórnum er lögð áhersla á að börnin læri að njóta þess að syngja saman, sýni hvort öðru samkennd og æfi sig í að koma fram. Lagavalið er fjölbreytt þar sem bæði eru sungnir barnasálmar og vinsæl dægurlög. Barnakórinn kemur mánaðarlega fram í fjölskylduguðsþjónustum í Vídalínskirkju. 

Kórstjórar eru tónlistarmennirnir Davíð Sigurgeirsson og Ingvar Alfreðsson. 

Í beinu framhaldi af æfingu yngri barnakórsins er barnastarf fyrir 6-9 ára.

Barnastarf

Á þriðjudögum milli 16 og 17 er skemmtilegt starf fyrir krakka á aldrinum 6 til 9 ár (1.-4. bekkur). Í barnastarfinu leggjum áherslu á að fræða börnin um helstu sögur og gildi kristinnar trúar ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta og uppbyggilega dagskrá þar sem við viljum efla sjálfstraust, framkomu, virðingu og víðsýni í gegnum leiklist og leiki.

Umsjón með starfinu hafa Jóna Þórdís Eggertsdóttir æskulýðsfulltrúi og Hákon Arnar Jónsson kennari.

Starfið er í beinu framhaldi af æfingu yngri barnakórsins sem hentar vel þeim krökkum sem hafa áhuga á að taka þátt í hvoru tveggja.

 

Starf fyrir 10-12 ára: 

Eldri barnakór 

Eldri barnakórinn er metnaðarfullt og fjörugt tónlistarstarf í Vídalínskirkju á þriðjudögum milli 16 og 17. Í kórnum er verið að þjálfa söng og æfa röddun. Lögð áhersla á að börnin læri að syngja saman og efli sjálfsmynd sína og öryggi í að koma fram. Lagavalið er fjölbreytt þar sem bæði eru sungnir barnasálmar og vinsæl dægurlög. Barnakórinn kemur mánaðarlega fram í fjölskylduguðsþjónustum í Vídalínskirkju. 

Kórstjórar eru tónlistarmennirnir Davíð Sigurgeirsson og Ingvar Alfreðsson. 

Í beinu framhaldi af æfingu eldri barnakórsins er TTT starf í Vídalínskirkju fyrir 10-12 ára. 

 

TTT, 10 til 12 ára starf 

TTT er barnastarf fyrir 10 til 12 ára krakka (5.-7. bekkur). Í TTT leggjum áherslu á að eiga góðar og skemmtilegar stundir með börnunum. Þar fræðum við börnin um helstu sögur og gildi kristinnar trúar ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta og uppbyggilega dagskrá þar sem við viljum efla sjálfstraust, framkomu, virðingu og víðsýni í gegnum leiklist og leiki. 

Í vetur munum við bjóða upp á TTT bæði í safnaðarheimili Vídalínskirkju og Urriðaholtsskóla. 

TTT í Vídalínskirkju verður á þriðjudögum milli 17 og 18:30. 

TTT í Urriðaholtsskóla verður á fimmtudögum klukkan 14:15. 

Umsjón með starfinu hafa Jóna Þórdís Eggertsdóttir æskulýðsfulltrúi, Hákon Arnar Jónsson kennari og Benedikt Sigurðsson guðfræðinemi.

 

Starf fyrir 13-16 ára:

Unglingakór 13 til 16 ára

Unglingakórinn metnaðarfullt tónlistarstarf fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Kóræfingar eru á þriðjudögum milli 17 og 18. Í kórnum er verið að þjálfa söng, æfa röddun og syngja einsöng. Lögð er áhersla á að samkennd, efla sjálfsmynd og öryggi í framkomu. Í kórnum er byrjað að æfa gospel tónlist en lagavalið er fjölbreytt og miðað að áhuga þátttakenda.   

Kórstjórar eru tónlistarmennirnir Davíð Sigurgeirsson og Ingvar Alfreðsson. 

 

Æskulýðsfélagið 13 til 16 ára

Æskulýðsfélag Vídalínskirkju er fyrir unglinga í 8.-10. bekk og er á fimmtudagskvöldum milli  20:00 og 21:30. Allir krakkar á þeim aldri eru velkomnir!

Í æskulýðsfélaginu leggjum við áherlsu á að eiga góða samverustundir með unglingum. Dagskráin er fjölbreytt og uppbyggjandi og miðuð að áhuga þátttakenda. Í starfinu ræðum við málefni sem skipta ungt fólk máli og setjum í samhengi við kristilega trú og gildi. Allt starfið okkar miðast af því að efla sjálfstraust, virðingu og víðsýni í gegnum leiki og leiklist ásamt því að virkja ungmenni í að taka ábyrgð. 

Umsjónarmaður starfsins er Jóna Þórdís Eggertsdóttir æskulýðsfulltrúi og Matthildur Bjarnadóttir prestur.

 

Allt barnastarf Garðasóknar er ókeypis – en greiða þarf hluta kostnaðar þegar farið er í ferðalög.

 

Æskulýðsstarfið er unnið í samstarfi við KFUM og KFUK á Íslandi.