Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn hefst 4. september 2022

Verið hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann í Vídalínskirkju. 

Í vetur verðum við áfram með tvo sunnudagaskóla fyrst í Urriðaholtsskóla klukkan 10 og síðan í safnaðarheimili Vídalínskirkju klukkan 11. Í sunnudagaskólanum leggjum við áherslu á að eiga góða samveru með börnunum þar sem við syngjum, hlustum á sögur, sjáum leikrit og förum í leiki. 

Umsjónarmaður sunnudagaskólans er Jóna Þórdís Eggertsdóttir en henni til stuðnings eru þau Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir, Davíð Sigurgeirsson, Ingvar Alfreðsson, Trausti Jónsson, og prestarnir okkar Matthildur Bjarnadóttir, Guðrún Eggerts Þórudóttir, Jóna Hrönn Bolladóttir ásamt fleiri góðum gestum. 

Fyrirspurnir má senda á barnastarf@gardasokn.is

 

6 til 9 ára starfið 

Hefst þriðjudaginn 30. ágúst

Á þriðjudögum milli 16 og 17 er skemmtilegt starf fyrir krakka á aldrinum 6 til 9 ár (1.-4. bekkur). Í barnastarfinu leggjum áherslu á að fræða börnin um helstu sögur og gildi kristinnar trúar ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta og uppbyggilega dagskrá þar sem við viljum efla sjálfstraust, framkomu, virðingu og víðsýni í gegnum leiklist og leiki.

Umsjónarmaður starfsins er Jóna Þórdís Eggertsdóttir æskulýðsfulltrúi og Hákon Arnar Jónsson.

Starfið er ókeypis og er í beinu framhaldi af æfingu yngri barnakórsins sem hentar vel þeim krökkum sem hafa áhuga á að taka þátt í hvoru tveggja.

Fyrirspurnir má senda á barnastarf@gardasokn.is.

 

TTT, 10 til 12 ára starfið 

Hefst þriðjudaginn 30. ágúst í Vídalínskirkju, fimmtudaginn 1. september í Urriðaholti

TTT er barnastarf fyrir 10 til 12 ára krakka (5.-7. bekkur). Í TTT leggjum áherslu á að eiga góðar og skemmtilegar stundir með börnunum. Þar fræðum við börnin um helstu sögur og gildi kristinnar trúar ásamt því að bjóða upp á fjölbreytta og uppbyggilega dagskrá þar sem við viljum efla sjálfstraust, framkomu, virðingu og víðsýni í gegnum leiklist og leiki.

Í vetur munum við bjóða upp á TTT bæði í safnaðarheimili Vídalínskirkju og Urriðaholtsskóla. 

TTT í Vídalínskirkju verður á þriðjudögum milli 17 og 18:30. 

TTT í Urriðaholtsskóla verður á fimmtudögum klukkan 14:15. 

Barnastarfið er  í umsjón Jónu Þórdísar Eggertsdóttur æskulýðsfulltrúa og Guðrúnar Eggerts Þórudóttur prests. 

Starfið er ókeypis og í samfloti við æfingu eldri barnakórsins sem hentar vel þeim krökkum sem langar til að taka þátt í hvoru tveggja.

Fyrirspurnir má senda á barnastarf@gardasokn.is

 

Æskulýðsfélagið 13 til 16 ára

Hefst fimmtudaginn 1. september

Æskulýðsfélag Vídalínskirkju er fyrir unglinga í 8.-10. bekk og verður á fimmtudagskvöldum milli  20:00 og 21:30. Allir krakkar á þeim aldri eru velkomnir!

Í æskulýðsfélaginu leggjum við áherlsu á góða samveru stundir með fjölbreyttri og uppbyggjandi dagskrá miðaða að ungmennum. Í starfinu ræðum við málefni sem skipta ungt fólk máli og setjum í samhengi við kristileg gildi og trú. Allt starfið okkar miðast af því að efla sjálfstraust, virðingu og víðsýni í gegnum leiki og leiklist ásamt því að virkja ungmenni í að taka ábyrgð. 

Umsjónarmaður starfsins er Jóna Þórdís Eggertsdóttir æskulýðsfulltrúi og Matthildur Bjarnadóttir prestur. 

Það kostar ekkert að taka þátt, endilega komið og prófið. 

Fyrirspurnir má senda á barnastarf@gardasokn.is.

 

Foreldramorgnar

Hefst miðvikudaginn 7. september 

Á miðvikudögum milli 10 og 11 bjóðum við foreldrum ungra barna að hittast í safnaðarheimilinu og eiga samverustund. 

Á foreldramorgnum er gott tækifæri fyrir foreldra með ungabörn að kynnast öðrum og miðla reynslu sinni. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjum við 7. september með fimm vikna krílasálmanámskeiði. 

Umsjónarmaður starfsins er Jóna Þórdís Eggertsdóttir æskulýðsfulltrúi.

Það kostar ekkert að taka þátt, endilega komið og prófið. 

Fyrirspurnir má senda á barnastarf@gardasokn.is.