Styrktarsjóður Garðasóknar var stofnaður árið 1995.

Hlutverk sjóðsins er:
Að veita fjárhagslega aðstoð þeim íbúum Garðabæjar sem verða fyrir sérstökum áföllum t.d. vegna dauðsfalla, veikinda, slysa eða annarra óviðráðanlegra orsaka.
Að styrkja til náms eða þjálfunar þá einstaklinga úr Garðasókn, sem sérstaklega búa sig undir störf að líknarmálum og forvarnarstarfi í baráttunni við vímuefni.
Að veita aðstoð þeim aðilum, sem við tímabundna erfiðleika eiga að etja.
Að styrkja bágstadda í Garðabæ.

Reikningsnúmer: 0318-26-6501
Kennitala: 650195-2139.

Stjórn sjóðsins skipa þrír menn, einn kosinn af bæjarstjórn Garðabæjar, tveir kosnir af aðalsafnaðarfundi Garðasóknar