Hlutverk Ljósberasjóðs er að styrkja börn og unglinga í Garðabæ, sem hafa þörf fyrir aðstoð, til dvalar á sumardvalarstöðum á vegum Þjóðkirkjunnar, KFUM og KFUK og skáta-hreyfingarinnar, að styrkja unglinga í Garðabæ til leiðtogaþjálfunar innan Þjóðkirkjunnar og að styrkja börn og unglinga í Garðabæ til þátttöku í kristilegu starfi.

Þeir, sem óska þess að láta senda minningarkort frá Ljósberasjóði skulu leggja inn styrktarupphæð að eigin vali inn á eftirtalinn bankareikning:

Banki: 0318-22-742
Kennitala: 570169-5649

Vinsamlegast staðfestið greiðslu með tölvupósti til gardasokn@gardasokn.is eða hringið í síma 565 6380. Látið einnig fylgja með upplýsingar um heimilisfang og viðtakanda minningarkortsins ásamt nafni þess sem verið er að minnast. Starfsmenn sjá síðan um að póstleggja kortið til viðtakanda.

Einnig tekur sjóðurinn á móti frjálsum framlögum án þess að send séu minningarkort.