Kór Vídalínakirkju sér um söng við athafnir í Vídalíns- og Garðakirkju. Nafnið fékk kórinn þegar starfsemi hans var alfarið komin í Vídalínskirkju en áður var hún í Garðakirkju og safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

Kórstarf við Garðasókn

Garðasókn var stofnuð, eða endurreist, snemma árs 1966 og var sóknarkirkjan þá Garðakirkja á Álftanesi. Þá var Garðakórinn stofnaður og sá hann um messusöng til haustsins 1989 er Hljómeyki tók við söngnum í nokkra mánuði.

Síðan var stofnaður nýr kór, Kór Garðakirkju, sem síðar fékk nafnið Kór Vídalínskirkju eftir að Vídalínskirkja var vígð 1995.

Kór Vídalínskirkju æfir á miðvikudagskvöldum kl. 19:30-21:30 í safnaðarheimilinu.

Hér eru myndir úr starfi kórsins.

Organistar

Fyrsti organisti og kórstjóri hinnar nýju Garðasóknar var Guðmundur Nordal en eftir hann komu Guðmundur Gilsson, Þorvaldur Björnsson, Þröstur Eiríksson, Ferenc Utassy, Gunnsteinn Ólafsson, Guðmundur Sigurðsson og Jóhann Baldvinsson, sem kom til starfa 1997 og er nú organisti og kórstjóri.