Foreldramorgnar eru í skólastofu safnaðarheimilisins, hvern þriðjudagsmorgun kl. 10:30 til 12. Fyrirlestur mánaðarlega.
Á foreldramorgnum í Vídalínskirkju er lögð áherlsa á að búa foreldrum ungra barna vettvang til þess að hittast og eiga notalegar samverur með fólki í sömu sporum. Foreldrar koma með börnin og myndast þannig tengsl milli bæði fullorðina og barna.

Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur.
Alltaf heitt á könnuni.