Sunnudaginn 16. febrúar kl. 11:00 verður ástinni fagnað og pörum boðið að þiggja blessun. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson predikar og þjónar fyrir altari.
Tvenn hjón, Guðrún Árdís Össurardóttir og Örvar Þór Ólafsson, og Guðfinnur Sigurvinsson og Símon Ormarsson, segja ástarsögur úr hversdegi sínum.
Guðrún Árný flytur óskalög elskenda og félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Messukaffi og ástríkt samfélag í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10:00 (ath. í vetur verður sunnudagskólinn í kennslustofu í gámaeiningu við hlið skólans).
Messukaffi og leikur eftir samveruna.
Sunnudagaskóli í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11:00.
Messukaffi og litir eftir samveruna.
Ástarguðsþjónustunni verður streymt á Facebook-síðu Vídalínskirkju (https://www.facebook.com/vidalinskirkja).
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi