Sumarmessa kl. 11.00. Sr. Bragi Ingibergsson þjónar fyrir altari. Sveinn Arnar Sæmundsson organisti sér um tónlistina. Félagar úr Kór Víðistaðasóknar leiða söng. Sóknarbandið sér um almenna spilagleði og söng í messukaffinu í hlöðunni að Króki eftir athöfn.
Þetta er síðasta sumarmessan þetta árið og við þökkum þeim fjölmörgu sem mætt hafa og tekið þátt sem kirkjugestir sem og þeim sem lagt hafa hönd á plóg.
Beint streymi á facebook.com/sumarmessur.
Sumarmessur eru samstarfsverkefni safnaðanna í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ og eru í Garðakirkju kl. 11 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.
Svart-hvítu myndirnar hér að neðan eru af Sr. Braga og Sveini Arnari organista. Litmyndirnar eru frá sumarmessu Víðistaðakirkju í fyrra.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi