Sumarmessa í Garðakirkju 18. ágúst

Sumarmessa kl. 11.00. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir og sr. Einar Eyjólfsson þjóna fyrir altari. Tónlistin verður fyrirferðamikil eins og alltaf. Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið mun syngja og leika undir stjórn Arnar Arnarsonar, tónlistarstjóra og þá eigum við von á óvæntum gesti.

Í messunni verður söngvarans Þorvaldar Halldórssonarminnast en hann lést í byrjun ágúst sl. Tónlistarferill Þorvaldar var fjölbreyttur, dægurlögin voru vinsæl, hver man ekki eftir lögunum „ Á sjó“ og „Hún er svo sæt“! Þorvaldur flutti einnig trúarlega tónlist og hann kom víða fram í kirkjum landsins ásamt eiginkonu sinni Margréti Scheving. Þetta verður án efa fjölbreytt og notaleg stund.
Boðið verður upp á hressingu að Króki eftir messuna.

Beint streymi á facebook.com/sumarmessur.

Sumarmessur eru samstarfsverkefni safnaðanna í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ og eru í Garðakirkju kl. 11 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.

 

Myndirnar hér að neðan eru af Þorvaldi og Margréti og hinar eru frá sumarmessu Fríkirkjunnar í fyrra.

Garðakirkja
Sunnudagur 18. ágú
11:00
Sr. Einar Eyjólfsson
Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband