Sumarmessa kl. 11.00. Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg þjónar fyrir altari. Karl Olgeirsson sér um tónlistina í þessari fallegusumarmessu á Garðaholtinu. Kennsla og keppni í pílukasti verður í messukaffinu í hlöðunni á Króki, eftir messu. Tilvalið að taka sér stuttan bíltúr eða jafnvel göngu að Garðakirkju og njóta.
Pílukast er afar vinsælt víða um heim og nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi. Fjölmörg pílukastfélög hafa verið stofnuð víða um land sem standa fyrir æfingum og keppni í þessari skemmtilegu íþrótt. Aðstöðu til pílukasts má einnig finna víða á veitingastöðum og heimilum. Leiðbeiningar um pílukast og keppnisform má finna hér.
Beint streymi á facebook.com/sumarmessur.
Sumarmessur eru samstarfsverkefni safnaðanna í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ og eru í Garðakirkju kl. 11 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi