Kynningarfundir á 12 spora starfi Garðaprestakalls verða fyrstu þrjú miðvikudagskvöldin í október. Samverurnar hefjast kl. 20:00 og verða í safnaðarheimili Bessastaðasóknar að Brekkuskógum 1 á Álftanesi.
Fyrsti fundurinn verður 2. október en 9. og 16. október verða einnig opnir kynningarfundir en á fjórða fundi 25. október er reiknað með að þeir mæti sem ætla að vera með í vetur. Eftir það verður ekki unnt að bæta fleirum við.
Vinir í bata er hópur fólks sem tileinkar sér Tólf sporin sem lífstíl. Leiðbeinandi er Margrét Eggertsdóttir.
Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar í myndböndunum, auglýsingunni hér að neðan og á vefsíðunni Vinir í bata.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi