Sunnudagaskóli Urriðarholtsskóla

Garðasókn er með sunnudagaskóla í Urriðaholtsskóla klukkan 10 og í safnaðarheimili Vídalínskirkju klukkan 11. Í sunnudagaskólanum leggjum við áherslu á að bjóða skemmtilegar samverustundir fyrir börn á leikskólaaldri og fólkið þeirra. Sagðar eru sögur úr Biblíunni með góðum boðskap um kristin gildi svo sem þakklæti, fyrirgefningu, vináttu og samkennd. Unnið er með boðskap sögunnar í gegnum leiki, leikrit og tónlist. Við leggjum mikinn metnað í fallegan tónlistarflutning og syngjum með börnum barnasálma. Stundirnar byggja á endurtekningu og börnin læra ótrúlega fljótt hvað er að gerast og njóta í gleði.

Í lok samverunnar er messukaffi þar sem börnin fá frjálsan tíma til að leika eða lita og fullorðna fólki tækifæri á að kynnast.

Urriðaholtsskóli
Sunnudagur 26. jan
10:00
Ásdís Erica Farestveit
Benedikt Sigurðsson
Brynja Hlín Björgvinsdóttir
Davíð Sigurgeirson
Embla Dögg Hannesdóttir
Hjördís Rós Jónsdóttir
Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir
Ingvar Alfreðsson
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
Kamilla Inga Ellertsdóttir
Sr. Matthildur Bjarnadóttir
Perla Magnúsdóttir
Rósa Kristín Einarsdóttir
Torfey Rós Jónsdóttir
Trausti Jónsson
Yrja Kristinsdóttir
Þorkell H. Sigfússon
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband