Sunnudagaskóli er í safnaðarheimili Vídalínskirkju klukkan 11. Í sunnudagaskólanum leggjum við áherslu á að bjóða skemmtilegar samverustundir fyrir börn á leikskólaaldri og fólkið þeirra. Sagðar eru sögur úr Biblíunni með góðum boðskap um kristin gildi svo sem þakklæti, fyrirgefningu, vináttu og samkennd. Unnið er með boðskap sögunnar í gegnum leiki, leikrit og tónlist. Við leggjum mikinn metnað í fallegan tónlistarflutning og syngjum með börnum barnasálma. Stundirnar byggja á endurtekningu og börnin læra ótrúlega fljótt hvað er að gerast og njóta í gleði.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi