Sunnudagaskóli við Urriðaholtsskóla kl. 10 (ath. í vetur er sunnudagaskólinn í kennslustofu í gámaeiningu við hlið skólans).
Sunnudagaskólahátíð í Vídalínskirkju kl. 11:00. Sigurvin Lárus Jónsson prestur og Benedikt Sigurðsson guðfræðingur leiða stundina. Barnakórar Vídalínskirkju syngja undir stjórn Ingvars Alfreðssonar og Jóhönnu Guðrúnar. Feðginin Aríel og Esja syngja saman. Lalli töframaður kemur í heimsókn og boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimilinu eftir stundina.
Uppbyggleg gleðistund fyrir alla fjölskylduna - verið hjartanlega velkomin.