Sumarmessa kl. 11.00. Sr. Bragi Ingibergsson þjónar fyrir altari. Jóhann Baldvinsson organisti sér um tónlistina og félagar úr Kór Víðistaðasóknar leiða söng.
Beint streymi á facebook.com/sumarmessur.
Boðið verður upp á hressingu að Króki eftir messuna og Tindatríóið leikur létta tóna.
Þetta er síðasta sumarmessan þetta árið og við þökkum þeim fjölmörgu sem mætt hafa og tekið þátt sem kirkjugestir, sem og þeim sem lagt hafa hönd á plóg. Aðsóknin á sumarmessurnar hefur sífellt verið að aukast ár frá ári og í sumar voru flestar messur þannig að þröngt máttu sáttir sitja. Í september flytjast sunnudagsmessurnar aftur í sóknarkirkjurna og hefðbundið kirkjustarf fer á fulla ferð. Nánari upplýsingar um starf kirknanna má finna í messudálknum sem birtist í Morgunblaðinu á laugardögum og á vefsíðum og samfélagsmiðlum kirknanna.