Gengið verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 09:30 til messu í Garðakirkju sem hefst kl. 11:00. Sr. Jónína og Egill Friðleifsson leiða gönguna og mun Egill vera með nokkra skemmtilega fróðleiksmola á leiðinni. Þau sem ekki vilja ganga geta mætt beint í Garðakirkju.
Sr. Jónína Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari í messunni. Kári Þormar leikur á orgel. Beint streymi frá athöfninni á facebook.com/sumarmessur.
Messukaffi verður í hlöðunni á Króki á eftir þar sem Jónatan Garðarsson flytur erindi sem hann kallar„Kirkjan sem hvarf og birtist aftur“.
Sumarmessur eru samstarfsverkefni safnaðanna í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ og eru í Garðakirkju kl. 11 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.