Á sunnudaginn kemur, þann 29. júní kl. 11:00, verður sumarleg og góð stund í Garðakirkju á Garðaholti.
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, þjónar ásamt Kára Þormar organista.
Í messukaffi í hlöðunni flytur tríóið Delizie Italiane nokkur lög.
Sumarmessur í Garðakirkju er samstarfsverkefni safnaðanna í Garðabæ og Hafnarfirði.
Verið öll hjartanlega og innilega velkomin!