Sumarmessa kl. 11.00. Sr. Benedikt Sigurðsson og sr. Matthildur Bjarnadóttir þjóna fyrir altari. Tónlistin verður fyrirferðamikil eins og ávallt í sumarmessum. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Útvarpsmaðurinn og húmoristinn óborganlegi, Bolli Már Bjarnason, verður með uppistand í hlöðunni að Króki eftir messuna. Boðið verður upp á hressingu á líkama og sál.
Beint streymi á facebook.com/sumarmessur.
Sumarmessur í Garðakirkju er samstarfsverkefni safnaðanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði og eru kl. 11.00 alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst.