Biskup Íslands hefur skipað sr. Örnu Grétarsdóttur sóknarprest í Reynivallaprestakalli í hálfa stöðu prests við Garðaprestakall frá 1. febrúar til 1. september nk. Sr. Jóna Hrönn er í veikindaleyfi og mun tímabundin ráðning Örnu án efa koma til með að létta undir í safnaðarstarfinu. Hún er hlý manneskja, með afar góða nærveru og mun án efa veita sóknarbörnum Garðasóknar góða og kærleiksríka þjónustu.
Arna er reynslumikill prestur og kemur því að fullum þunga inn í starfið frá fyrsta degi. Hún hefur verið starfandi sóknarprestur Reynivallaprestakalls frá árinu 2016, var sóknarprestur Íslensku kirkjunnar í Noregi 2007-2016 og þar áður æskulýðsfulltrúi og prestur Seltjarnarnessprestakalli 1998-2007 (vígðist sem prestur 2003). Hún er Cand.theol frá HÍ, með framhaldsnám í sálgæslu frá MF í Noregi (PKU/CPE3), Diplóma í markþjálfun og MS gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á þjónandi forystu frá Bifröst.
Að auki er sr. Arna fulltrúi vígðra á kirkjuþingi og situr í stjórn þjóðkirkjunnar.
Sóknarnefnd og starfsfólk Garðasóknar fagnar komu sr. Örnu og býður hana hjartanlega velkomna til starfa.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi