Sjómannadagsmessa í Vídalínskirkju á vegum Grindavíkurkirkju

Á sjómannadaginn, 2. júní, verður sjómannadagsmessa í Vídalínskirkju á vegum Grindavíkurkirkju. Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur ávarp, ræðumaður er Pétur H. Pálsson, Gissur Páll Gissuararson syngur ásamt Kór Grindavíkurkirkju undir stjórn Kristjáns Hrannars organista. Fannar Jónasson og Hrafnhildur Kristjánsdóttir lesa ritningarlestra og Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina. Kaffiveitingar eftir messu. Allir velkomnir!

Vídalínskirkja
Sunnudagur 2. jún
11:00

Hafa samband