Sameiginleg hátíðarmessa Bessastaðasóknar og Garðasóknar í Vídalínskirkju 

Sameiginleg hátíðarmessa Garðaprestakalls í Vídalínskirkju kl. 14:00.

Sr. Sigurvin Lárus Jónsson þjónar fyrir altari. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi flytur ávarp.

Kór Vídalínskirkju syngur og Erla Björg Káradóttir sópran syngur einsöng og organisti er Jóhann Baldvinsson.

Það er gott að fara yfir farinn veg og fagna nýju ári í hátíðarmessu í Vídalínskirkju. Verið öll velkomin.

 

Sóknarnefnd og starfsfólk Garðasóknar óska þér og fjölskyldu þinni gleði- og hamingjuríks árs.

 

Erla Björg Káradóttir er ein fremsta söngkona landsins í dag. Hún stundaði framhaldsnám við Mozarteum-tónlistarháskólann í Salzburg og hefur komið fram á ýmsum tónleikum, bæði hérlendis og erlendis, og tók m.a. þátt í verðlaunasýningu Ragnars Kjartanssonar, Bliss, á listatvíæringnum Performa í New York árið 2011 og An die Musik í Zürich og Sviss, árið 2012. Erla Björg hefur sungið í Vídalínskirkju áður við góðan orðstýr og því er það mikil ánægja að kynna hana til leiks á ný.

 

Vídalínskirkja
14:00
Jóhann Baldvinsson
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta