Opið hús í janúar

Opið hús hefst aftur eftir jólahlé þriðjudaginn 20. janúar.

Á opnu húsi þriðjudaginn 20. janúar verður nýársbingó í umsjón sr. Benedikts Sigurðssonar.

27. janúar mun Björn Thoroddsen gítarleikari koma í heimsókn, tala um tónlistarferilinn sinn og leika nokkur gömul og góð lög.

Helgistund hefst í Vídalínskirkju kl. 12:00 og opið hús í safnaðarheimilinu kl. 12:30.

Boðið er upp á súpu og brauð á vægu verði.

Allir eru velkomnir á opið hús í safnaðarheimilinu.

Vídalínskirkja, Safnaðarheimili Vídalínskirkju
12:00
Sr. Benedikt Sigurðsson
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta