Opið hús

Opið hús er í safnaðarheimili Vídalínskirkju alla þriðjudaga frá miðjum september fram til maí. Hlé er gert um hátíðar og á tyllidögum.

Kyrrðarstund er ávallt á undan opnu húsi kl 12:00. Súpa og samfélag er þar strax á eftir eða kl. 12:30. Matarverð er 1.000 kr.

Nokkrum sinnum á tímabilinu er boðið upp á veglegri mat og þá breytist verðið í samræmi við það sem er í boði - en er ávallt hóflegt.

Safnaðarheimili Vídalínskirkju
12:30
Sr. Benedikt Sigurðsson
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta