Minning látinna á allra heilagra messu
Minning látinna verður í Garðakirkju á allra heilagra messu, sunnudaginn 2. nóvember n.k. Prestar Garðaprestakalls, þau sr. Matthildur Bjarnadóttir og sr. Hans Guðberg Alfreðsson, þjóna við athöfnina auk Vilborgar Ólafar Sigurðardóttur djákna.

Tónlistarflutningur er í höndum félaga í Kór Vídalínskirkju og Jóhanns Baldvinssonar organista. Særún Rúnudóttir syngur einsöng.

Kirkjugestir eru hvattir til að taka með sér kerti og leggja ljós á leiði ástvina að athöfn lokinni.

Nánari upplýsingar í auglýsingunni hér að neðan.
Garðakirkja
11:00
Sr. Hans Guðberg Alfreðsson
Sr. Matthildur Bjarnadóttir
Vilborg Ólöf Sigurðardóttir
Jóhann Baldvinsson
Félagar úr kór Vídalínskirkju
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta