Messa í Vídalínskirkju sunnudaginn 9. febrúar

Það er ávallt frískandi og skemmtileg upplifun fyrir söfnuðinn þegar gestaprestar koma og þjóna. Sunnudaginn 9. febrúar fáum við góðan gest, sr. Stefán Má Gunnlaugsson héraðsprest Kjalarnessprófastsdæmis, sem predikar og þjónar fyrir altari.

Í guðsþjónustunni syngur Kór Vídalínskirkju undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar sálma í nýjum raddsetningum eftir Gunnar Gunnarsson, en seinasta haust kom út bók með raddsetningum Gunnars á 90 sálmum sálmabókarinnar. Raddsetningarnar “bera með sér ferskan blæ og andvara jazztónlistar” eins og segir í formála bókarinnar. Kór Vídalínskirkju hefur verið að æfa nokkra þessara sálma og mun flytja í guðsþjónustunni.

Messukaffi og ánægjulegt samfélag í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10:00 (ath. í vetur verður sunnudagskólinn í kennslustofu í gámaeiningu við hlið skólans).
Messukaffi og leikur eftir samveruna.

Sunnudagaskóli í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 11:00.
Messukaffi og litir eftir samveruna.

Vídalínskirkja
Sunnudagur 9. feb
11:00
Sr. Stefán Már Gunnlaugsson
Jóhann Baldvinsson
Félagar úr kór Vídalínskirkju
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband