Sumarmessur voru að venju í Garðakirkju í sumar en nú er farið að hausta og vetrarskipulagið hefur tekið gildi. Eins og áður verða messur í Garðakirkju fyrsta sunnudag hvers mánaðar í vetur.
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson mun þjóna til altaris og predika í þessari fyrstu messu ársins sem án efa verður falleg og gefandi.
Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.