Messað er í Garðakirkju fyrsta sunnudag hvers mánaðar kl. 11:00 yfir vetrartímann - að janúar undanskildum og í apríl eru fermingar á dagskrá. Yfir sumarið þ.e. í júní, júlí og ágúst er messað alla sunnudaga en þá eru Sumarmessur í gangi en þær eru samstarf kirknanna á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði.
Sunnudagurinn 2. mars er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 2025. Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari og fermir dreng, fyrsta fermingarbarnið 2025. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.