Málþing um kristni og íslam á Íslandi.
Sambúð, samskipti og sameiginleg framtíð
Fimmtudaginn 13. mars kl. 13
Aðalfyrirlesari er Dr. Steen Skovsgaard, fyrrum biskup í dönsku Þjóðkirkjunni og sérfræðingur í samskiptum kirkjunnar og múslima.
Kl. 13.00
- Setning málþingsins - Dr. Sigurvin Lárus Jónsson
- Á milli ótta og gleði: Um dómsdag í íslam og kristni - Dr. Steen Skovsgaard fjallar um trúarhugmyndir í íslam og kristni, hvað sameinar trúarbrögðin og hvar þeim greinir á.
- Sundurkramda hjarta: Jón Vídalín og uppgjörið við rétttrúnaðinn -Dr. Skúli Sigurður Ólafsson, fjallar um trúarlíf Íslendinga, fjölmenningu og dómsdagshugmyndir.
Kl. 16.00
- Sr. Matthildur Bjarnadóttir, MA í trúarbragðafræði frá KU, fjallar um mikilvægi trúarbragðafræðiþekkingar í nútíma samfélagi.
- Hvað getur þú boðið mér sem múslimi, prestur? - Dr. Steen Skovsgaard fjallar um starf dönsku þjóðkirkjunnar í hverfum þar sem innflytjendur eru fjölmennir í Danmörku.
- Að vera múslimi á Íslandi - Hilal Kücükakin Kizilkaya, formaður Félags Horizon og Muhammed Emin Kizilkaya, doktorsnemi í félagsfræði við HÍ.
- Flóttafólk og fjölmenning á Íslandi - Sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back, MA í trúarlífsfélagsfræði frá KU
Streymi í myndbands-glugganum hér að neðan.