Ljósastund í Garðakirkju kl. 15:15.
Árleg Ljósastund í Garðakirkju er ávallt haldin á fyrsta sunnudegi í aðventu. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson leiða athöfnina. Á Ljósastund minntast kirkjugestir látinna ástvina og eiga uppbyggilega og nærandi samveru. Við kveikjum lifandi ljós bæði inni og úti og hugsum til þeirra sem farnir eru.
Anna Ýr Böðvarsdóttir flytur ávarp.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur við undirleik Ingvars Alfreðssonar.
Aðrir viðburðir 1. desember:
Hátíðarmessa í Garðakirkju kl. 11:00.
Fyrsta sunnudag í aðventu er fallegur siður í Kvenfélagi Garðabæjar í heiðri hafður en þá koma félagskonur að messuhaldi í Garðakirkju. Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson þjóna fyrir altari. Feðginin Ariel og Esja syngja. Steinunn Bergmann varaformaður Kvenfélags Garðabæjar flytur hugleiðingu. Sigríður Jóhannesdóttir og Sigríður Stefánsdóttir flytja ritningarlestra.
Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Tónleikar í Vídalínskirkju kl. 20:00.
Árlegir Jólatónleikar Gospelkórs Jóns Vídalín í Vídalínskirkju. Miðaverð er aðeins 4.000 kr. og rennur óskipt til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi