Ljósastund í Garðakirkju kl. 15:00.
Árleg Ljósastund í Garðakirkju er ávallt haldin á fyrsta sunnudegi í aðventu. Sr. Matthildur Bjarnadóttir leiðir athöfnina. Á Ljósastund minnast kirkjugestir látinna ástvina og eiga uppbyggilega og nærandi samveru. Við kveikjum lifandi ljós bæði inni og úti og hugsum til þeirra sem farnir eru.
Heiðrún Jensdóttir flytur hugleiðingu.
Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson sjá um tónlistina.