Jólasöngvar fjölskyldunnar

Fjórða sunnudag í aðventu ber upp á 21. desember og þá eru „Jólasöngvar fjölskyldunnar“ í Vídalínskirkju. Hátíðleikinn mun svífa yfir vötnum enda má segja að þessi stund sé upptaktur fyrir jólahátíðina eða litlu jól fjölskyldunnar.

Hátíðleg og falleg jólalög verða sungin undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista en hann stýrir einning Garðakórnum sem syngur bæði fyrir og með kirkjugestum. 

Sigurvin Lárus Jónsson leiðir stundina og les jólasögu.

Fjölskyldur eru hvattar til að koma og syngja inn jólin og njóta hátíðleikans.

 

Ath. sunnudagaskólarnir eru komnir í jólafrí og fara af stað aftur 11. janúar 2026.

Vídalínskirkja
Sunnudagur 21. des
11:00
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson
Jóhann Baldvinsson
Garðakórinn
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta