Sunnudaginn 16. júní verður hin árlega hjólreiðamessa safnaðanna í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ. Lagt verður af stað frá tveimur stöðum, Vídalínskirkju og Ástjarnarkirkju, klukkan 9:30 og hóparnir sameinast svo í Hafnarfjarðarkirkju og halda þaðan áfram. Stöðvað verður við Fríkirkjuna í Hafnarfirði og þaðan hjólað í Víðistaðakirkju þar sem hressing bíður hópsins. Hjólatúrinn endar í sumarmessu í Garðakirkju.
Sr. Matthildur Bjarnadóttir þjónar fyrir altari og Benedikt Sigurðsson guðfræðinemi predikar. Sveinn Arnar Sæmundsson organisti stýrir tónlistinni.
Í messukaffinu að athöfn lokinni fáum við öndunarþjálfun til heilsueflingar frá Guðmundi Pálmarssyni og léttar veitingar.
Brottfarartímar:
Tökum þátt og eflum líkama, sál og anda!
Verið öll hjartanlega velkomin.
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi