Helgistund með kórsöng og Passíusálmalestri

Helgistund með kórsöng og Passíusálmalestri verður í Garðakirkju kl. 17:00 á föstudaginn langa.

Vilborg Ólöf Sigurðardóttir djákni leiðir stundina. Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari les valda Passíusálma og Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.

Þetta er hlýleg og uppbyggileg athöfn sem kemur kirkjugestum í hinn sanna anda föstudagsins langa.

 

Garðakirkja
Föstudagur 18. apr
17:00
Vilborg Ólöf Sigurðardóttir
Jóhann Baldvinsson
Kór Vídalínskirkju
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband