Þann 30. apríl 1995 var Vídalínskirkja í Garðabæ vígð og það eru því 30 ár frá vígslu hennar. Þessum tímamótum var fagnað með hátíðarmessu í kirkjunni 27. apríl síðastliðinn.
Kór Vídalínskirkju fagnar þessum tímamótum með hátíðartónleikum í kirkjunni sunnudaginn 11. maí kl. 17.00. Þar flytur kórinn ásamt níu strengjahljóðfæraleikurum fjölbreytta kórtónlist. Flest verkanna hafa ekki áður verið flutt í þessum búningi en organisti og kórstjóri Vídalínskirkju, Jóhann Baldvinsson, hefur útsett verkin fyrir þetta tilefni. Má þar nefna Smávinir fagrir eftir Atla Heimi Sveinsson, Kvöldbæn eftir Björgvin Guðmundsson og Vorið kemur eftir Valgeir Guðjónsson. Einnig verður flutt á þessum tónleikum stutt messa, Missa Brevis eftir Robert Führer, og tónleikunum lýkur með hinu gullfallega verki Ave verum corpus eftir W. A. Mozart.
Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og aðgangur öllum heimill.
Sjá ennfremur facebooksíðu Garðasóknar
Opin þriðjudaga-föstudaga frá 10-15,
Kirkjulundi 3
210 Garðabæ
Garðar, Álftanesi
Garðar, Álftanesi