Fullt út úr dyrum Vídalínskirkju ...

Hátt í 600 kirkjugestir lögðu leið sína í fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 5. október sl. og hlýddu á söng eða þáðu blessun fyrir bangsann sinn, hund, kött, naggrís, kanínu eða fisk. Bangsa- og gæludýrablessun er árviss atburður sem hefur notið mikilla vinsælda og jafnan hefur verið full kirkja. En í ár tvöfaldaðist aðsóknin svo opna þurfti inn í safnaðarheimilið og allir stólar hússins voru nýttir - sem dugði ekki til!

Myndirnar segja meira en þúsund orð.

Við þökkum öllum sem mættu, og þeim sem horfðu á streymið frá athöfninni, fyrir að deila gleðinni með okkur.

Streymið má sjá hér að neðan.

Sr. Benedikt Sigurðsson
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Eldri barnakór Vídalínskirkju
Yngri barnakór Vídalínskirkju
Play Video
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta