Fermingar helgina 29. og 30. mars

Fermingin er stór hátíðisdagur fyrir fermingarbörn og fjölskyldur þeirra, dagur sem á að vera umvafinn gleði og hamingju. Börnin hafa verið í fermingarfræðslu vikulega síðan í haust og þau hafa lagt mikið á sig til að koma sem best undirbúin til athafnar. Stóri dagurinn sem fermingarbörnin hafa verið að bíða lengi eftir rennur nú upp og hápunkturinn blasir við. Öll leggjum við okkur sem best fram við að gera þeim daginn eftirminnilegan og fjölskyldur sameinast til að fagna áfanganum. Fermingardagarnir eru sannir hátíðisdagar í kirkjunum.

Fermingarathafnir helgarinnar eru fimm.

Laugardagurinn 29. mars 2025:
  • Kl. 11:00 Ferming í Vídalínskirkju
  • Kl. 13:00 Ferming í Garðakirkju
  • Kl. 15:00 Ferming í Garðakirkju
Sunnudagurinn 30. mars 2025:
  • Kl. 11:00 Ferming í Garðakirkju
  • Kl. 13:00 Ferming í Vídalínskirkju

Prestarnir Sr. Matthildur Bjarnadóttir og dr. Sigurvin Lárus Jónsson þjóna í athöfnunum. Félagar úr Kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Jóhanna Guðrún syngur einnig við undirleik Jóhanns.

Vídalínskirkja, Garðakirkja
Laugardagur 19. apr
Sr. Matthildur Bjarnadóttir
Sr. Sigurvin Lárus Jónsson
Jóhann Baldvinsson
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Félagar úr kór Vídalínskirkju
Facebook
LinkedIn
Tölvupóstur
Prenta

Hafa samband